4.6.2010 | 14:09
Ættu að skammast sín
Framsókn lofaði 90% lánum, breytti íbúðalánasjóði úr félagslegum sjóð, slátraði byggingasjóði verkamanna og óð út í samkeppni við bankakerfið undir leiðsögn og á ábyrgð félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, án allrar þekkingar og án annars undirbúnings en greinargerða frá einhverjum stuttbuxnastrákum sem enga reynslu og ekkert vit höfðu á húsnæðismálum. Ábyrgð þessa liðs er mikil á því óaftrukræfa tjóni sem þúsundir íslenskra heimila hafa orðið fyrir. Líklega dýrasta og vitlausasta kosningaloforð sem nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hefur gefið.
ÍLS segir skýrslu Alþingis ekki standast skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.